16.8.2007 | 23:16
Jæja..
Bara nýtt blogg strax aftur ! :)
Ég hef nægan tíma í svona blogg þegar ég er svona sjómannsfrú!...og sit hérna við kertaljós í tölvunni, líklega margt gáfulegra hægt að gera.
En okkur Steindóri líður afar vel og vorum að passa hann Sölva hennar Línu í dag og aftur á morgun og hann er alveg yndislegur eins og hún mamma sín. Ábyrgðarkenndin var mikil hjá mínum manni í dag og hann var rosa góður við hann. Löbbuðum til hennar Sollu enda gaman að verða orðin nágránnar þeirra og það var rosa gaman hjá okkur í dag.
Móðir mín var að segja sögu á sínu bloggi af sér og hvað hún getur stundum verið utan við sig en ég er engu skárri. Verri ef e-ð er miðað við aldur. Get verið svo úti á túni. T.d átti ég nokkrar góðar syrpur í Danmörku og afar gott þegar ég týndi símanum mínum. Kemur stundum fyrir að ég týni svona hlutum, þýðir ekkert að stressa sig um of kemur í langflestum tilvikum tilbaka. Nema þetta var kvöldið áður en við fórum heim og Steindór sofandi svo ekki hægt að leita með látum en tókum úr töskum og leituðum um allt. Leituðum svo á fullu um morguninn þegar við vorum að fara og ég ekki sátt, skildi eftir miða og allt. En svo var ég að ná í veskið mitt í handtöskuna mína á flugvellinum og hver er þarna nema minn gamli góði sími. Þetta er ekki af mínum völdum heldur er ég fullkomnlega inn á því að það eru til búálfar sem stelpa, lyklum og símum til að krydda aðeins lífið! ...Eins og ég segi náði mér í réttan mann sem er svo sallarrólegur yfir öllu svona
En þessi flutningur okkar Steindór var frekar mikið tekinn með trompi og ég var nú ekkert að hafa fyrir því að setja niður í kassa eða þannig heldur bara tók af snúrunum og svona og brunaði af stað. En stundum get ég ekki annað en hlegið af sjálfri mér, þegar ég fann einn sokk af mér og einn af Steindóri hérna á bílaplaninu í morgun !
En hvað er yndislegra en að vakna við á hverjum morgni "mamma ég elska þér og þú mér" Svo kemur alltaf mesta grallarbros í heimi sem gæti brætt heilu jöklana....
En læt þetta nægja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 01:34
Flutt í árbæinn..
Jæja þá er konan bara flutt úr hreiðrinu ! :) Það er bara nokkuð góð tilfinning, þó ég komi nú úr afar góðu hreiðri...Er maður þá ekki orðinn fullorðinn núna ? ;)
Við Steindór erum flutt í Árbæinn til hans Jóns okkar. Var búin að ákveða að flytja á næstu dögum en svo klukkan 8 í morgun ákvað ég að þetta væri dýrindisdagur til þess að flytja. Ræsti Ingu sem ætlaði að vera aðal flutningaraðstoðarmaður rúmlega 9 og allt var sett á fullt og Steindór tók fullan þátt :) Vorum í hendingskasti búin að henda öllu inn fyrir hádegið og er bara búin að koma nær öllu fyrir :) Okkur líður ekkert smá vel og Steindór rosalega sáttur, bjóst nú alveg við að hann myndi segja langar heim eða e-ð ;)
En við fórum til Danmerkur í rúma viku um daginn og var svo æðislegt hjá okkur. Steindór var algjör draumur og við þurftum lítið sem ekkert að hafa fyrir honum. Þetta var alveg æðisleg upplifun fyrir hann.
Nú fer sumarfríið að verða búið og skólinn byrjar 28. ágúst og hugsa ég láti Steindór nú aðeins byrja í leikskólanum í næstu viku enda er það 7. vikan hans í frii. Hann er orðinn spenntur að fara aftur, farinn að tala mikið um leikskólann og vinina sína. Sumarið okkar er búið að vera svo gott og ekkert nema hamingja ;) J
Jón minn verður líklega e-ð lengi á sjónum núna og sakna hans strax mikið...En tíminn líður nú svo hratt eins og þetta sumar sýnir...En læt þetta nægja í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 21:14
...af mér og mínum....
Jæja ákvað að koma með smá bloggfærslu núna. Ég heiti Sólveig María og er nemi við Kennaraháskóla Íslands og á núna eitt ár eftir í að verða eitt stykki kennari. Hvað ég geri eftir að ég er orðin kennari veit ég ekki alveg, kenna beint eða meira nám á milli þess stendur valið og það er ekki auðvelt. Ég á son sem verður 3 ára í lok þessa árs og er náttúrulega flottari, skemmtilegri og betur gerður en allt :) Aljörlega stollt mömmu sinnar og með honum mæti ég hverjum degi af gleði og ánægju. Svo á ég kærasta og er svo hamingjusöm með þessum báðum strákum mínum. Allt alveg eins og ég vil hafa það.
Ákvað að skella hérna af stað bloggsíðu svona til að hafa e-ð að gera þegar ekkert annað er að gera. Líka til að geta fylgt henni Döggu eftir í blogginu ja og mömmu og jú það nýjasta afa en held að það sé nú einhver annar sem stjórnar strengnum á þeirri síðu, amk fyrst um sinn ;)
Annars hef ég nú ekki mikið meira að segja að sinni :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2007 | 21:54
blogg...
Jæja ákvað að byrja aðeins að blogga aftur..!
Gat nú ekki verið síðri en hún móðir mín og móðursystir sem eru á kafi í blogginu þessa dagana. Enda fín iðja þegar veðrið er eins og það er úti og allir á ferð og flugi nema ég og Steindór minn. Ekkert alltof hressandi að vera að vinna úti í slíku veðri eins og er en vonandi lagast það er það ekki alltaf bjartsýnin sem skiptir máli. En hef svosem ekkert merkilegt að segja eins og er en ætla að reyna að gerast virkur bloggnotandi aftur.... ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)