...af mér og mínum....

Jæja ákvað að koma með smá bloggfærslu núna. Ég heiti Sólveig María og er nemi við Kennaraháskóla Íslands og á núna eitt ár eftir í að verða eitt stykki kennari. Hvað ég geri eftir að ég er orðin kennari veit ég ekki alveg, kenna beint eða meira nám á milli þess stendur valið og það er ekki auðvelt.  Ég á son sem verður 3 ára í lok þessa árs og er náttúrulega flottari, skemmtilegri og betur gerður en allt :) Aljörlega stollt mömmu sinnar og með honum mæti ég hverjum degi af gleði og ánægju. Svo á ég kærasta og er svo hamingjusöm með þessum báðum strákum mínum. Allt alveg eins og ég vil hafa það.

Ákvað að skella hérna af stað bloggsíðu svona til að hafa e-ð að gera þegar ekkert annað er að gera. Líka til að geta fylgt henni Döggu eftir í blogginu ja og mömmu og jú það nýjasta afa en held að það sé nú einhver annar sem stjórnar strengnum á þeirri síðu, amk fyrst um sinn ;)

Annars hef ég nú ekki mikið meira að segja að sinni :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

Lýst vel á þetta framtak hjá þér að byrja að blogga aftur, svo er bara að halda áfram.
Kíktu á póstinn þinn, vona að ég hafi munað rétt netfang.

Solla (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband