Jæja..

Bara nýtt blogg strax aftur ! :)

Ég hef nægan tíma í svona blogg þegar ég er svona sjómannsfrú!...og sit hérna við kertaljós í tölvunni, líklega margt gáfulegra hægt að gera.

En okkur Steindóri líður afar vel og vorum að passa hann Sölva hennar Línu í dag og aftur á morgun og hann er alveg yndislegur eins og hún mamma sín. Ábyrgðarkenndin var mikil hjá mínum manni í dag og hann var rosa góður við hann. Löbbuðum til hennar Sollu enda gaman að verða orðin nágránnar þeirra og það var rosa gaman hjá okkur í dag.

Móðir mín var að segja sögu á sínu bloggi af sér og hvað hún getur stundum verið utan við sig en ég er engu skárri. Verri ef e-ð er miðað við aldur. Get verið svo úti á túni. T.d átti ég nokkrar góðar syrpur í Danmörku og afar gott þegar ég týndi símanum mínum. Kemur stundum fyrir að ég týni svona hlutum, þýðir ekkert að stressa sig um of kemur í langflestum tilvikum tilbaka. Nema þetta var kvöldið áður en við fórum heim og Steindór sofandi svo ekki hægt að leita með látum en tókum úr töskum og leituðum um allt. Leituðum svo á fullu um morguninn þegar við vorum að fara og ég ekki sátt, skildi eftir miða og allt. En svo var ég að ná í veskið mitt í handtöskuna mína á flugvellinum og hver er þarna nema minn gamli góði sími. Þetta er ekki af mínum völdum heldur er ég fullkomnlega inn á því að það eru til búálfar sem stelpa, lyklum og símum til að krydda aðeins lífið! ...Eins og ég segi náði mér í réttan mann sem er svo sallarrólegur yfir öllu svona  

En þessi flutningur okkar Steindór var frekar mikið tekinn með trompi og ég var nú ekkert að hafa fyrir því að setja niður í kassa eða þannig heldur bara tók af snúrunum og svona og brunaði af stað. En stundum get ég ekki annað en hlegið af sjálfri mér, þegar ég fann einn sokk af mér og einn af Steindóri hérna á bílaplaninu í morgun !

En hvað er yndislegra en að vakna við á hverjum morgni "mamma ég elska þér og þú mér" Svo kemur alltaf mesta grallarbros í heimi sem gæti brætt heilu jöklana....

En læt þetta nægja


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ánægð með þig... meira af þessu.. blogg a dag kemur skapinu í lag... :)

kv Begga

Begga (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband